Starfsþróun

Landsbankinn leggur áherslu á að fá til liðs við sig öflugt og traust starfsfólk með fjölbreytilegan bakgrunn. Allir sem hefja störf hjá bankanum fá góðar móttökur og fræðslu um starfsemi bankans, svo og markvissa starfsþjálfun. Lögð er áhersla á að hjá bankanum starfi hæft starfsfólk sem býr yfir faglegri þekkingu. Það er viðhorf stjórnenda Landsbankans að starfsfólkið, metnaður þess, kraftur og hollusta sé lykilinn að farsælum rekstri bankans.

Fræðsla og þjálfun

Það er stefna Landsbankans að hjá honum starfi hæft, metnaðarfullt og ánægt starfsfólk. Í fræðslustarfi bankans er lögð áhersla á markvissa, fjölbreytta fræðslu og þjálfun sem tryggir nauðsynlega þekkingu og hæfni til að ná árangri í starfi. Einnig bjóðast styrkir til að sækja nám eða fræðslu utan bankans.

Landsbankinn er aðili að samstarfi íslenskra fjármálafyrirtækja um vottun fjármálaráðgjafa. Fyrsti hópur ráðgjafa bankans fékk vottun sem fjármálaráðgjafar vorið 2012. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu Samtaka fjármálafyrirtækja, sff.is.

Bankinn stendur fyrir reglulegri þjálfun fyrir stjórnendur sem er eitt af lykilverkefnum í fræðslustefnu bankans á þessu ári. Meginmarkmiðið er að styðja betur við stjórnendur, bæði með þjálfun og skýrari upplýsingagjöf til lengri og skemmri tíma.

Skipting háskólamenntunar innan bankans
Menntun Hlutfall
Viðskipta- eða hagfræði 54%
Tölvunar- eða kerfisfræði 14%
Verkfræði 9%
Lögfræði 7%
Önnur háskólamenntun 18%

Hrafnhildur Birgisdóttir, sérfræðingur í Högun.

Þátttaka starfsmanna í fræðslustarfi