Störf í boði

Störf í boði

Sérfræðingur í Útlánaáhættu

Landsbankinn leitar að sérfræðingi til starfa í Útlánaáhættu á Áhættustýringarsviði bankans.

 

Hlutverk Útlánaáhættu er að mæla og hafa eftirlit með útlánaáhættu bankans ásamt því að sjá bankanum fyrir kerfum og ferlum til að meta og stýra útlánaáhættu við útlánaákvarðanir og stefnumótandi ákvarðanir. Deildin ber einnig ábyrgð á greiningu og skýrslugjöf varðandi útlánaáhættu, eiginfjárþörf og virðisrýrnun útlána.

 

Helstu verkefni

 • Greiningar á útlánaáhættu og eiginfjárþörf
 • Stuðningur og fræðsla til viðskiptaeininga við mat og greiningu á útlánaáhættu
 • Notkun og þróun líkana við mat á útlánáhættu og í sviðsmyndagreiningum
 • Virðismat útlána
 • Skýrslugjöf til eftirlitsaðila

 

Hæfniskröfur og eiginleikar

 • Háskólamenntun í raungreinum, verkfræði, tölvunarfræði, fjármálum eða sambærilegu
 • Reynsla úr fjármálafyrirtækjum er kostur
 • Reynsla af gagnagrunnsfyrirspurnum (SQL) og skýrslugerð
 • Þekking á SAS er kostur
 • Framúrskarandi greiningarhæfni
 • Frumkvæði og færni í mannlegum samskiptum

 

Nánari upplýsingar veita Páll Guðmundsson, forstöðumaður Útlánaáhættu, í síma 410 5221 eða pall.gudmundsson@landsbankinn.is og Bergþóra Sigurðardóttir starfsþróunarstjóri, í síma 410 7907 eða bergsig@landsbankinn.is.

 

Umsóknarfrestur er til og með 24. júní nk. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið.

 


Sækja um

Forritari

Landsbankinn leitar að öflugum forritara til starfa í hópi reyndra sérfræðinga í greiðsluteymi Hugbúnaðarlausna á Upplýsingatæknisviði.


Bankinn vinnur samkvæmt markvissri og metnaðarfullri stefnu um stafræna tækni með það að markmiði að gera bankaviðskipti aðgengilegri og skilvirkari. Um er að ræða tækifæri fyrir reyndan aðila sem hefur brennandi áhuga á að taka þátt í spennandi breytingum og takast á við krefjandi þróunarverkefni.

 

Helstu verkefni

 • Nýsmíði hugbúnaðar
 • Umbóta- og samþættingarverkefni
 • Þróun og viðhald greiðslulausna í takt við stefnu bankans
 • Greining og hönnun hugbúnaðarlausna í samstarfi við hagsmunaaðila


Hæfni og menntun

 • Háskólamenntun í tölvunareða hugbúnaðarverkfræði
 • Sterkur bakgrunnur í C#, .Net og SQL er skilyrði
 • Hæfni í samantekt á kröfum og hönnun á lausnum
 • Frumkvæði, fagmennska og færni í mannlegum samskiptum
 • Reynsla og/eða þekking á kerfum á fjármálamarkaði er kostur

 

Nánari upplýsingar veita Óskar Sigurgeirsson, forstöðumaður Hugbúnaðarlausna, í síma 410 7075 og Berglind Ingvarsdóttir mannauðsráðgjafi í síma 410 7914.

 

Umsóknarfrestur er til og með 15. júní nk.

Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið.

 


Sækja um

Mannvirkjafjármögnun

Landsbankinn óskar eftir að ráða byggingaverkfræðing, byggingatæknifræðing eða byggingafræðing til starfa á Fyrirtækjasviði bankans.

Um er að ræða starf sem tilheyrir deild Útlánamats og felst í verkefnum sem unnin eru með hópi viðskiptastjóra á sviði mannvirkja- og fasteignafjármögnunar. Viðkomandi þarf að vera töluglöggur, hafa haldbæra starfsreynslu á þessu sviði og eiga auðvelt með að tjá sig skipulega í ræðu og riti.

 

Helstu verkefni

 • Yfirferð og mat á kostnaðaráætlunum
 • Eftirlit með framvindu byggingaverkefna
 • Samskipti við verktaka, lántaka og opinbera aðila
 • Skýrslugerð um einstök verkefni og framvindu þeirraHæfni og menntun

 • Háskólapróf í byggingaverkfræði eða byggingatæknifræði
 • Reynsla af eftirliti með byggingaframkvæmdum
 • Hæfni í mannlegum samskiptum


Nánari upplýsingar veita Árni Þór Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs, í síma 410 7450 eða arni@landsbankinn.is og Bergþóra Sigurðardóttir starfsþróunarstjóri, í síma 410 7907 eða bergsig@landsbankinn.is.

 

Umsóknarfrestur er til og með 20. júní nk. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið.


Sækja um

Almenn umsókn

Umsóknarvefur Landsbankans


Um Landsbankann

 • Landsbankinn er stærsta fjármálafyrirtæki landsins og veitir alhliða fjármálaþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana.
 • Landsbankinn leitast við að ráða til sín og hafa í sínum röðum framúrskarandi starfsfólk og efla það í störfum sínum. Til að stuðla að vexti og arðsemi bankans er áhersla lögð á að vinnustaðurinn sé skemmtilegur, starfsánægju og gott starfsumhverfi sem og markvissa starfsþróun og þekkingu starfsfólks.
 • Það er viðhorf stjórnenda Landsbankans að starfsfólkið, metnaður þess, kraftur og hollusta séu lykillinn að farsælum rekstri bankans.

Að sækja um vinnu

Þegar sótt er um starf skal leggja áherslu á að fylla vandlega út umsókn. Vel framsettur ferill með réttum upplýsingum um fyrri störf og menntun eykur líkur á að umsóknin standist samanburð við aðrar umsóknir.

Ferilskrá má skipta upp í eftirfarandi flokka:

 • Persónuupplýsingar
 • Menntun (nýjast efst)
 • Starfsreynsla (nýjast efst)
 • Námskeið / Önnur kunnátta (t.d. tungumálakunnátta eða tölvufærni)
 • Félagsstörf
 • Umsagnaraðilar

Forðast skal að hafa ferilskrá með löngum setningum. Draga skal út aðalatriði og setja fram á skipulagðan hátt. Gott er að fá einhvern annan til að lesa yfir umsóknina eða ferilskrána til að fá annað álit og til að leiðrétta stafsetningarvillur. Gefðu upp símanúmer og netfang þar sem auðveldast er að ná í þig.

Undirbúningur fyrir atvinnuviðtal

Það er nauðsynlegt að mæta vel undirbúinn í atvinnuviðtal. Umsækjandi skal mæta á réttum tíma og vera snyrtilegur til fara. Gott er að vera búinn að kynna sér fyrirtækið og þær vörur og þjónustu sem það býður upp á.

Mikilvægt er að svara af hreinskilni um reynslu og þekkingu í viðtali. Gott er að undirbúa spurningar fyrirfram sem hægt er að bera upp í lok viðtals.