Góð ráð

Góð ráð

Örugg bankaviðskipti

Landsbankinn leggur sig fram um að tryggja öryggi þitt á netinu. Við hvetjum þig þó til að gera það sem í þínu valdi stendur til að stuðla að enn frekara öryggi í bankaviðskiptum þínum.

Góð ráð til að tryggja örugg bankaviðskipti


Öryggisspurningar

Að svara svonefndum öryggisspurningum til að komast á læsta vefsíðu á borð við netbanka er ein tegund auðkenningar. Rétta svarið má vissulega ekki vera hægt að finna á netinu.

Nánar um öryggisspurningar

Verndun reikningsupplýsinga

Landsbankinn gefur þér lykilorð og notandanafn til að þú getir skráð þig inn í netbankann, farsímabankann eða appið og framkvæmt ýmsar aðgerðir. Það er mikilvægt að þú varðveitir þessar upplýsingar.

Nánar um Verndun reikningsupplýsinga


Samvinna á vettvangi SFF

SFF eiga í nánu samstarfi við Póst- og fjarskiptastofnun, lögreglu og fleiri aðila um aðgerðir til að tryggja áframhaldandi öryggi í netviðskiptum.

Nánar um Samvinnu SFF

Varnir

Við mælum með að allir noti vírusvörn en viljum jafnframt benda á að engin vírusvörn veitir fullkomið öryggi. Einnig getur verið gott að hafa hugbúnaðarvaktara (e. Software Inspector) sem er hugbúnaður sem greinir veikleika í þeim forritum sem eru uppsett á tölvunni þinni.

Nánar um varnir

Hafðu samband

Ef þú telur að þú hafir orðið fyrir fjársvikum hvetjum við þig til að láta okkur vita og eftir atvikum kæra málið til lögreglu.

Þú getur sent tölvupóst til Þjónustuvers í netfangið landsbankinn@landsbankinn.is eða hringt í síma 410 4000.

Verum vakandi

Landsbankinn vill stuðla að auknu netöryggi. Á sérstöku svæði á Umræðunni má finna aðgengilega umfjöllun um netöryggi og ráðleggingar um hvernig forðast má netsvik.

Lesa á Umræðunni