Viðbrögð

Viðbrögð við netárásum og vírusum

Rétt er að benda á að Landsbankinn sinn­ir ekki ein­stak­ling­um eða fyr­ir­tækj­um sem kunna að verða fyr­ir netárás. En með hliðsjón af aukinni tíðni nýrra vírusa eru hér nokkrar ráðleggingar um rétt og hröð viðbrögð.

Ef sýk­t tölva finnst hjá fyrirtæki

  • Leiki grunur á sýktri tölvu skal taka hana úr sam­bandi við netið strax, bæði net­snúru og þráðlaust net. Hætt er við að hún sýki aðrar tölv­ur fyrirtækisins, hafi hún ekki þegar gert það. Fyrir vikið þarf að skoða aðrar tölvur líka.
  • Hafðu samband við kerf­is­stjóra fyrirtækisins eða ör­ygg­is­ráðgjafa til að fá aðstoð.
  • Hafir þú ekki kerfisstjóra eða aðra sambærilega aðstoð innan fyrirtæksins, hafðu þá samband við þjónustuaðila hugbúnaðarins. Oftast eru það hugbúnaðarfyrirtækin sem veita slíka aðstoð; í því felst meðal annars að hreinsa vélar (fjarlægja vírusa) og hlaða niður eldri öryggisafritum.

Ef sýk­t tölva finnst á heimili

  • Leiki grunur á sýktri tölvu skal taka hana úr sam­bandi við netið strax, bæði net­snúru og þráðlaust net. Hætt er við að hún sýki aðrar tölv­ur heimilisins, hafi hún ekki þegar gert það. Fyrir vikið þarf að skoða aðrar tölvur líka.
  • Hafðu samband við umboðsaðila búnaðarins. Það er ekki endilega það fyrirtæki sem seldi þér tölvuna eða hugbúnaðinn, heldur getur það verið innlendur eða erlendur umboðsaðili þess hérlendis.

Tilkynntu málið

  • Landsbankinn brýnir fyrir fólki þar sem grunur leikur á fjársvikum eða netárásum að hafa samband við lögregluna (cybercrime@lrh.is) og sinn banka. Bankinn setur af stað ferli í samstarfi við yfirvöld og aðra banka til að endurheimta féð. Því fyrr sem tilkynning berst, þeim mun líklegri eru endurheimtur. Ennfremur er mikilvægt að kæra öll mál til lögreglunnar.
  • Til þess að fá mynd af því hve árás­in er víðtæk hér­lend­is ósk­ar Netör­ygg­is­sveit­in CERT-ÍS eft­ir því að fá til sín til­kynn­ing­ar um all­ar sýk­ing­ar sem vart verður við. Vin­sam­lega sendið til­kynn­ing­ar á net­fangið cert@cert.is. Í til­kynn­ing­unni skal tekið fram hver varð fyr­ir árás, hvaða stýri­kerfi er um að ræða, hvernig af­leiðing­arn­ar lýsa sér í stuttu máli og nafn, sími og netfang tengiliðar.

Ekki greiða lausnargjald

Al­mennt er ekki mælt með að lausn­ar­gjald sé greitt nema ef kannað hef­ur verið til fulls hvort óbæt­an­leg gögn séu ann­ars óend­urkræf. Ef talið er rétt að greiða lausn­ar­gjaldið er mælt með að gera slíkt í sam­ráði við þjón­ustuaðila eða ör­ygg­is­ráðgjafa.


Hafðu samband

Ef þú telur að þú hafir orðið fyrir fjársvikum hvetjum við þig til að láta okkur vita og eftir atvikum kæra málið til lögreglu.

Þú getur sent tölvupóst til Þjónustuvers í netfangið landsbankinn@landsbankinn.is eða hringt í síma 410 4000.

Verum vakandi

Landsbankinn vill stuðla að auknu netöryggi. Á sérstöku svæði á Umræðunni má finna aðgengilega umfjöllun um netöryggi og ráðleggingar um hvernig forðast má netsvik.

Lesa á Umræðunni