Þjónustan

Það þekkja það flestir að greiða mánaðarlega af húsinu og bílnum og fyrir rafmagn og hita. Nú er auðvelt að bæta góðum málefnum við þann lista og gerast áskrifandi að þeim. Með einföldum hætti getur þú styrkt gott málefni að eigin vali allt árið.

Leggðu góðu málefni lið er þýðingarmikil þjónusta í netbanka einstaklinga og fyrirtækja. Þar er hægt að gerast áskrifandi að mánaðarlegum stuðningi eða framkvæma staka greiðslu með mjög einföldum hætti.

Hver króna skilar sér

Notendur bera engan kostnað við millifærslu eða áskrift að góðu málefni. Það þýðir að hver króna skilar sér á reikning félags eða málefnis.

Hvernig legg ég góðu málefni lið?

Í netbankanum velur þú eitt eða fleiri málefni sem þú vilt styrkja mánaðarlega, ákveður síðan styrkupphæð í hverjum mánuði og loks hve lengi áskriftin skal vara. Styrkur þinn verður gjaldfærður tíunda hvers mánaðar ef innistæða er næg. Þú finnur þjónustuna í netbanka einstaklinga með því að smella á Millifærslur á forsíðu netbankans og síðan á Góð málefni.

Það er að sjálfsögðu mögulegt að styrkja valið málefni með einni stakri greiðslu en þá er styrkurinn gjaldfærður samdægurs. Þetta er hægt að gera hvenær sem er.

Hátt í 100 góð málefni á einum stað

Hægt er að styrkja fjölmörg styrktarfélög, líknarfélög, góðgerðasamtök og mannréttindasamtök sem starfandi eru á Íslandi. Notendur netbankans fá mjög góða yfirsýn á einum stað yfir starfandi góðgerðasamtök á Íslandi.

Fyrst um sinn verða eingöngu mannúðarmálefni í þjónustu Landsbankans á netbankanum. Landsbankinn áskilur sér rétt til að velja hvaða málefni fá aðgang að þjónustunni. Málefni, félög og samtök verða að vera viðurkennd, fjárhagslega sjálfstæð og hafa skýr markmið. Einnig er mikilvægt að góðgerðarfélög séu með vefsíðu svo notendur geti kynnt sér málefnin nánar. Val málefna er ekki bundið viðskiptum við Landsbankann.

Auðvelt að byrja og auðvelt að hætta

Þjónustan Leggðu góðu málefni lið er góð leið til að ganga frá styrktarmálum heimilisins milliliðalaust. Í netbankanum geta viðskiptavinir fylgst með málefnum sínum og fengið gott yfirlit um það hversu mikið þeir hafa látið af hendi rakna.

Með einfaldri aðgerð er einnig hægt að hætta áskrift. Viðskiptavinir hafa því fulla stjórn á stuðningi sínum. Það er auðvelt að byrja og það er auðvelt að hætta.

Leggðu góðu málefni lið í netbankanum

Kynntu þér málið