Áhættustýring

Áhættustýring

Landsbankinn starfrækir virkt innra eftirlitskerfi og áhættustýringu sem skal hafa nægilegar heimildir, færni, sjálfstæði, sérhæfingu og aðgang að bankaráði og bankastjóra.

Umfang áhættustýringar

Viðvarandi eftirlit skal haft með áhættu og hún greind á samstæðugrunni og sérstaklega fyrir hverja einingu. Umfang áhættustýringar og innra eftirlits bankans skal ávallt uppfært í samræmi við breytingar á áhættutöku bankans (m.a. í tengslum við vöxt) og ytri áhættuþáttum.

Upplýsingagjöf tengd áhættu

Í skilvirkri áhættustýringu felst að upplýsingamiðlun tengd áhættu innan bankans sé öflug, bæði á samstæðugrunni sem og í skýrslugjöf til bankaráðs og bankastjóra.

Áhættuskýrsla Landsbankans 2017