Dagatal Landsbankans

Dagatal 2017 – Fólkið að baki Slysavarnafélaginu Landsbjörg

Ísland er ægifagurt og gjöfult, jarðvegur heillar þjóðar í meira en þúsund ár. En landið er líka viðsjárvert og torfært, vistin er hér stöðug glíma við náttúruöfl, veður og hamfarir. Þekking og varfærni hafa í gegnum aldirnar hjálpað okkur að komast af, en sömuleiðis samstaða, hjálp og skjót viðbrögð þegar á þarf að halda. Þetta vitum við enda lagði löng hefð samhjálpar grunninn að slysavörnum og björgunarstarfi á Íslandi. Slysavarnafélagið Landsbjörg er einstakt í sinni röð, öflug starfsemi félagsins er að langmestu leyti rekin með frjálsum framlögum almennings og sjálfboðavinnu um 10.000 skráðra félaga um allt land.

 

Kjarninn í starfseminni er ekki tækjakosturinn, skipulagið eða vígalegir gallarnir heldur einstaklingar, konur og karlar sem vinna flest hefðbundin störf en verja frítíma sínum í að fræða aðra til að forða slysum og leggja allt frá sér til að mæta erfiðum aðstæðum, oft í vályndum veðrum. Tilgangurinn er að bjarga mannslífum og koma fólki aftur heim til ástvina sinna. Landsbankinn vill taka virkan þátt í samfélaginu sem hann starfar í og við erum afar stolt af því að geta stutt þetta góða starf. Dagatal Landsbankans í ár er tileinkað Slysavarnafélaginu Landsbjörg og öllu fólkinu sem stendur þar að baki.

Janúar – Leit

Guðmundur Helgi Önundarson.
Björgunarsveitin Suðurnes í Reykjanesbæ.

 

Febrúar – Sjóbjörgun

Óskar Þór Guðmundsson.
Björgunarsveitin Geisli á Fáskrúðsfirði.

 

Mars – Unglingastarf

Birna Sigurðardóttir.
Unglingadeildin Hafstjarnan á Ísafirði.

Apríl – Svæðisstjórn

Kjartan Ólafsson.
Súlur, björgunarsveitin á Akureyri.

 

Maí – Slysavarnir

Harpa Vilbergsdóttir.
Slysavarnadeildin Ársól á Reyðarfirði.

 

Júní – Hálendisvakt

Anna Filbert.
Björgunarsveitin Kjölur á Kjalarnesi.

 

Júlí – Flygildi

Haukur Arnar Gunnarsson.
Björgunarsveitin Dalvík.

 

Ágúst – Slysavarnaskóli sjómanna

Bogi Þorsteinsson.
kennari við Slysavarnaskóla sjómanna.

 

September – Rústabjörgun

Guðjón S. Guðjónsson.
Alþjóðasveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

 

Október – Fjallabjörgun

Belinda Eir Engilbertsdóttir.
Björgunarfélag Akraness.

 

Nóvember – Neyðarkallinn

Otti Rafn Sigmarsson.
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík.

 

Desember – Leitarhundar

Björk Arnardóttir.
Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli.