Reglur

Reglur Landsbankans

Landsbankinn hefur sett sér reglur og ferla til að tryggja eftirfylgni við þau lög og reglur sem um starfsemi bankans gilda. Reglurnar mæla fyrir um almennar skyldur starfsmanna bankans með það að markmiði að stuðla að heiðarleika, réttsýni og sanngirni í viðskiptum og efla traust viðskiptavina og almennings á bankanum.


Lykilstarfsmenn

Landsbankinn hf. hefur skilgreint hverjir teljast til lykilstjórnenda Landsbankans á grundvelli leiðbeinandi tilmæla Fjármálaeftirlitsins nr. 3/2008 en þeir eru:

  • Árni Þór Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs.
  • Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs.
  • Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðasviðs.
  • Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála.
  • Perla Ösp Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Áhættustýringar.
  • Arinbjörn Ólafsson, framkvæmdastjóri Upplýsingatækni.

Reglur um hæfi og hæfismat lykilstarfsmanna

Reglur Landsbankans um hæfi og hæfismat lykilstarfsmanna Landsbankans kveða á um þær kröfur sem bankinn gerir til hæfis lykilstarfsmanna. Landsbankinn gerir kröfur er lúta að trúverðugleika þessara aðila auk krafna um faglegt hæfi viðkomandi, þ.e. að menntun, starfsreynsla og starfsferill sé með þeim hætti að tryggt sé að hann geti gegnt stöðu sinni á viðunandi hátt auk þess sem reglurnar kveða á um viðskipti þessara aðila við bankann og fyrirgreiðslur.

Reglur um hæfi og hæfismat lykilstarfsmanna


Kynntu þér málið