Fastvaxtareikningur

Fastvaxtareikningur

 Nr. 1515-04  |  Júní 2018

Stofnun

 • Fastvaxtareikningur er ætlaður einstaklingum og lögaðilum.
 • Stofna þarf nýjan reikning fyrir hvert innlegg.
 • Lágmarksinnlegg á reikning er kr. 500.000.
 • Innlegg umfram kr. 100.000.000 er háð samþykki Landsbankans.
 • Skilyrði fyrir stofnun er að innlegg sé lagt inn samdægurs.
 • Skilyrði fyrir stofnun er að valinn sé reikningur til ráðstöfunar innstæðu við eyðileggingu, að loknum binditíma.
 • Fastvaxtareikningur og ráðstöfunarreikningur skulu vera á sömu kennitölu.

Binditími

 • Innstæða ásamt vöxtum er bundin í 3, 6, 12, 24, 36 eða 60 mánuði frá stofnun reiknings.

Ávöxtun

 • Fastvaxtareikningur er óverðtryggður greiðslureikningur.
 • Innborganir bera vexti frá innborgunardegi og að útborgunardegi (inn- og útborgunardagar bera ekki vexti).
 • Vextir eru lagðir við höfuðstól í lok binditíma. Ef binditími er lengri en 12 mánuðir eru vextir lagðir við höfuðstól á 12 mánaða fresti frá stofndegi samnings.
 • Vextir eru fastir út binditíma reikningsins.
 • Áfallnir og bókaðir vextir eru ekki lausir til útborgunar fyrr en að loknum binditíma.

Útborgun

 • Að loknum binditíma er reikningurinn eyðilagður.
 • Innstæða ásamt vöxtum að frádregnum fjármagnstekjuskatti, ráðstafast á þann reikning sem reikningseigandi ákvað við stofnun.

Úttektargjald

 • Úttektargjald reiknast ef reikningur er eyðilagður áður en binditíma er náð og fjárhæð er laus til útborgunar.
 • Úttektargjald fer samkvæmt verðskrá Landsbankans hverju sinni.

Aðrir skilmálar