Gjaldeyrisreikningur - eldri skilmálar

Skilmálar gjaldeyrisreikninga sem voru í gildi til 19. nóvember 2017

Stofnun

 • Einstaklingum og fyrirtækjum er heimilt að stofna innlenda gjaldeyrisreikninga án takmarkana
 • Við upphaf bankaviðskipta ber viðskiptamanni að sanna á sér deili með framvísun fullgildra persónuskilríkja s.s. vegabréfi eða ökuskírteini.

Gjaldmiðlar

 • Landsbankinn býður gjaldeyrisreikninga í öllum helstu gjaldmiðlum.
 • Gjaldeyrisreikningurinn er færður í þeirri mynt sem tilgreind er við stofnun hans.

Binditími

Um þrjá valkosti er að ræða:

 • Óbundnir reikningar, féð alltaf laust til útborgunar 
 • 3ja mánaða binding
 • 6 mánaða binding

Bundinn gjaldeyrisreikningur binst frá og með næstu mánaðarmótum eftir stofnun reikningsins. Innstæða er laus í einn mánuð að loknum binditíma en binst síðan aftur í umsaminn binditíma að innlausnarmánuði meðtöldum.

Innborganir

 • Innborganir bera vexti frá og með næsta degi eftir að féð er lagt inn.

Útborganir

 • Skilyrði fyrir úttekt er að viðkomandi hafi heimild til úttektar af reikningnum, viti leyninúmer og sýni fullgild persónuskilríki.
 • Upphæð verður að vera laus til útborgunar.

Ávöxtun

 • Ávöxtun fer eftir almennri gengisþróun og vöxtum gjaldmiðilsins hverju sinni
 • Reikningar með 3ja eða 6 mánaða bindingu bera hærri vexti en óbundnir reikningar.
 • Vextir leggjast við höfuðstól um áramót og við eyðileggingu.
 • Áfallnir og bókaðir vextir eru alltaf lausir til útborgunar.

Leyninúmer

 • Reikningseigandi skuldbindur sig til þess að gefa ekki til kynna að um leyninúmer við bankann sé að ræða ef leyninúmerið er skráð einhvers staðar til minnis.
 • Reikningseigandi skuldbindur sig til þess að breyta strax leyninúmerinu í bankanum ef grunur leikur á að einhver hafi fengið vitneskju um leyninúmerið.
 • Reikningseigandi ber ábyrgð á þeim færslum sem gerðar eru og/eða upplýsingum sem gefnar eru með notkun leyninúmersins