Landsbók

Landsbók

Nr. 1505-06  |  Apríl 2019

Binditími

  • Landsbók er bundin í 36, 48 eða 60 mánuði.
  • Hver innborgun er bundin í umsaminn tíma frá innborgunardegi, nema gerður sé samningur um reglubundinn sparnað. Þá er öll innstæðan laus eftir umsaminn sparnaðartíma.
  • Eftir umsaminn sparnaðartíma er innstæðan laus í einn mánuð, binst eftir það í fimm mánuði, er síðan aftur laus í einn mánuð o.s.frv., sbr. reglur Seðlabanka Íslands um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár nr. 492/2001.

Ávöxtun

  • Landsbók er verðtryggður greiðslureikningur.
  • Innborganir bera vexti frá og með næsta degi eftir að fjármunirnir eru lagðir inn. Dagurinn fyrir úttekt er síðasti vaxtadagur úttekinnar fjárhæðar. Vextir leggjast við höfuðstól um áramót og við eyðileggingu reikningsins eftir binditíma.

Aðrir skilmálar