Námureikningslán

Skilmálar fyrir Námureikningslán

Landsbankinn hf.  |  Nr. 1519-02  |  Janúar 2012

Prentvæn útgáfa

Skilyrði

  • Námureikningslán er eingöngu fyrir félaga í Námunni, námsmannaþjónustu Landsbankans.
  • Umsókn um námureikningslán er metin samkvæmt útlánareglum bankans.
  • Námureikningslán er lánað í samræmi við lánsáætlun frá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) í íslenskum krónum eða í þeirri mynt sem áætlunin er gefin upp í.
  • Starfsfólki Landsbankans er heimilt að synja umsókn um námureikningslán

Námureikningslán

  • Námureikningslán er í formi yfirdráttar, án lántöku- og stimpilgjalds.
  • Hámarksfjárhæð námureikningsláns nemur allt að 100% af áætluðu framfærsluláni, miðað við útreikninga LÍN, að frádregnum áætluðum vöxtum.
  • Dagvextir, samkvæmt vaxtaákvörðun Landsbankans hverju sinni, reiknast eingöngu af nýttum yfirdrætti.

Endurgreiðsla

  • Framfærsluláni frá LÍN skal ráðstafað til greiðslu á námureikningsláni umsækjanda.
  • Standist námsmaður ekki prófkröfur, hætti í námi eða fái ekki fullt lán frá LÍN af öðrum sökum, gjaldfellur námureikningslánið. Lántaki skuldbindur sig þá til að hafa samband við Landsbankann og semja um endurgreiðslu lánsins.

Aðrir skilmálar

Prentvæn útgáfa