Skipulag

Skipurit

Í skipuriti Landsbankans eru sex meginsvið. Tekjusviðin eru þrjú talsins, Einstaklingssvið, Fyrirtækjasvið og Markaðir og stoðsviðin þrjú, Áhættustýring, Fjármál og Upplýsingatækni

Meðal annarra lykileininga í bankanum eru Innri endurskoðun sem heyrir beint undir bankaráð, Regluvarsla og skrifstofa bankastjóra.

Gildir frá júní 2017Einstaklingar Fyrirtæki Markaðir Áhættustýring Fjármál Upplýsingatækni

Bankaráð

Sjö manns skipa bankaráð Landsbankans. Bankaráð er kosið á aðalfundi og fer með æðsta vald í málefnum Landsbankans á milli hluthafafunda. Bankaráð ber ábyrgð á starfsemi bankans og stefnumótun og hefur jafnframt yfirumsjón með því að starfsemi og rekstur sé í samræmi við lög, samþykktir bankans og aðrar reglur sem um starfsemina gilda.

Nánar

Framkvæmdastjórn

Bankastjóri og framkvæmdastjórar skipa framkvæmdastjórn Landsbankans. Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Framkvæmdastjórar Landsbankans eru í stafrófsröð: Arinbjörn Ólafsson (Upplýsingatækni), Árni Þór Þorbjörnsson (Fyrirtækjasvið), Helgi T. Helgason (Einstaklingssvið), Hrefna Sigfinnsdóttir (Markaðir), Hreiðar Bjarnason (Fjármál) og Perla Ösp Ásgeirsdóttir (Áhættustýring).

Nánar


Fyrirtæki í eigu bankans

Dótturfélög Landsbankans eru þau félög sem bankinn á yfir 50% eignarhlut í. Til hlutdeildarfélaga bankans teljast þau félög sem Landsbankinn hefur fjárfest í til langs tíma og þar sem eignarhlutur er umtalsverður en þó aldrei meiri en 50%.

Nánar

Eignarhald

Íslenska ríkið á 98,2% hlut í bankanum. Næststærsti hluturinn er í eigu bankans sjálfs.

Nánar

Eignir til sölu

Upplýsingar um eignir bankans sem eru til sölu.

Nánar