Landsvaki

Landsvaki ehf. tekinn til slitameðferðar

Vefsíða Landsvaka

Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur hefur Landsvaki ehf., dótturfélag Eignarhaldsfélags Landsbankans ehf., verið tekið til slitameðferðar að ósk stjórnar félagsins. Félagið hefur ekki stundað eiginlega starfsemi rekstrarfélags með rekstri verðbréfasjóða frá því í mars 2012 þegar sjóðir félagsins voru seldir til Landsbréfa hf. Héraðsdómur hefur skipað Jónas Þór Guðmundsson hrl. til starfa í slitastjórn Landsvaka ehf. en samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 fer um slitin samkvæmt XII. kafla laganna, ásamt síðari breytingum, sbr. og þar tilvísuð ákvæði laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl. Þann 19. desember 2013 birti slitastjórn Landsvaka ehf. innköllun þar sem skorað var á alla þá, sem telja til skulda eða annarra réttinda á hendur Landsvaka ehf. eða eigna í umráðum félagsins, að lýsa kröfum sínum fyrir slitastjórn þess innan þriggja mánaða frá fyrri birtingu innköllunarinnar.

Allar upplýsingar um starfsemi sjóða sem áður reknir af Landsvaka ehf. má finna á vefsíðu Landsbréfa hf. eða á markaðasvæði vefs Landsbankans.

 

Landsvaki ehf.

Uppgjör og ársreikningar Landsvaka, fyrrum eiganda sjóða Landsbréfa