Áhættustýring

Áhættustýring skiptist í eftirfarandi deildir

Áhættulausnir

Áhættulausnir þróa og reka þær aðkeyptu lausnir sem notaðar eru í Áhættustýringu ásamt því að sjá um þróunarumhverfi og skýrsluumhverfi Áhættustýringar. Deildin ber einnig ábyrgð á umsjón og viðhaldi á reglulegum keyrslum Áhættustýringar ásamt skýrslusendingum til eftirlitsaðila.

Innri áhættulíkön

Innri áhættulíkön hafa það hlutverk að sjá bankanum fyrir innri líkönum og tengdum ferlum til að mæla áhættu, þar með talið að tengja saman áhættu og eigið fé, ásamt því að styðja við innleiðingu líkananna og ferlanna innan bankans. Deildin ber jafnframt ábyrgð á þróun líkans fyrir sjálfvirka lánaramma.

Áhættustjóri lífeyrissjóða

Áhættustjóri lífeyrissjóða í rekstri hjá Landsbankanum ber ábyrgð á að eftirlit fari fram, fer yfir útreikninga og niðurstöður, ásamt því að sinna vikmarkaeftirliti. Áhættustjóri gerir jafnframt skýrslur um niðurstöður og kynnir fyrir stjórn og framkvæmdastjóra sjóðanna.

Útlánaáhætta

Hlutverk Útlánaáhættu er að mæla og hafa eftirlit með útlánaáhættu ásamt því að sjá bankanum fyrir kerfum og ferlum til að meta og stýra útlánaáhættu við útlánaákvarðanir og stefnumótandi ákvarðanir. Deildin ber einnig ábyrgð á greiningu og skýrslugjöf varðandi útlánaáhættu, eiginfjárþörf og virðisrýrnun útlána.

Rekstraráhætta

Rekstraráhætta hefur umsjón með kortlagningu rekstraráhættu, aðstoðar við áhættumat rekstraráhættu og hefur umsjón með á áætlunum um rekstrarsamfellu. Deildin sinnir einnig greiningu og eftirfylgni rekstrar- og tapsatvika.

Útlánastýring

Útlánastýring tekur þátt í að stýra útlánum með tilliti til áhættu, fer yfir beiðnir um lán og staðfestir eða synjar. Útlánastýring ritstýrir útlánareglum.

Markaðsáhætta

Markaðsáhætta hefur umsjón með staðsetningu, mælingum og eftirliti með markaðsáhættuþáttum í rekstri bankans og sinnir upplýsingagjöf bæði innan bankans og til ytri eftirlitsaðila. Eftirlit með lausafjáráhættu og gjaldeyrisjöfnuði bankans er einnig í umsjón deildarinnar.


Skipurit Áhættustýringar