Einstaklingar

Hlutverk og skipulag Einstaklingssviðs

Einstaklingssvið annast almenna fjármálaþjónustu til einstaklinga og þjónustu við minni og meðalstór fyrirtæki á landsbyggðinni. Viðskiptaeiningar sviðsins eru útibú og afgreiðslur bankans, Þjónustuver og bíla-og tækjafjármögnun Landsbankans. Stoðeiningar sviðsins eru viðskiptalausnir og viðskiptaþróun.


Útibú Landsbankans

Útibú bankans veita fjármálaþjónustu og -ráðgjöf til einstaklinga, sem og grunnþjónustu til minni og meðalstórra fyrirtækja í viðskiptum við bankann. Þjónustu við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu er þó að mestu leiti sinnt af Fyrirtækjamiðstöð bankans í Borgartúni. Lögð er áhersla á virðisaukandi þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina með sameiginlegan langtíma árangur að leiðarljósi. Aukið framboð rafrænna lausna, sjálfsafgreiðslu og sjálfvirkni hefur aukið þægindi viðskiptavina og skapað aukið svigrúm í útibúum bankans til að sinna flóknari ráðgjöf og þjónustu til viðskiptavina.

Þjónstuver

Þjónustuver bankans sinnir samskiptum við þá viðskiptavini bankans sem kjósa að nýta sér þjónustu hans í gegnum síma og/eða tölvupóst. Framboð þjónustu í Þjónustuveri er fjölbreytt og annast Þjónustuverið nú flesta almenna bankaþjónustu.

Bíla- og tækjafjármögnun

Bíla- og tækjafjármögnun bankans annast fjármögnun bifreiða og tækja til einstaklinga og rekstraraðila. Bíla- og tækjafjármögnun leggur áherslu á fjölbreytta möguleika í fjármögnun við flestra hæfi, þar sem saman fer samkeppnishæfni í verði og úrval fjármögnunarleiða.

Viðskiptalausnir

Viðskiptalausnir einstaklinga bera ábyrgð á að vörur og lausnir til einstaklinga séu í takt við þarfir viðskiptavina og möguleika í stafrænni þróun.

Einnig styður deildin viðskiptaeiningar sviðsins í að ná markmiðum sínum sem snúa að arðsemi, bættri þjónustu, aukinni sölu og ábyrgri ráðgjöf.

Skipurit Einstaklingssviðs