Fyrirtæki

Hlutverk og skipulag Fyrirtækjasviðs

Fyrirtækjasvið annast þjónustu við fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir. Fyrirtækjasvið annast beint málefni stórra fyrirtækja og sveitarfélaga og sér um stærri fjármögnunarverkefni en Fyrirtækjamiðstöð Landsbankans annast alla þjónustu við smá og meðalstór fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni annast útibú þjónustu við fyrirtæki undir forystu Fyrirtækjasviðs. Á fyrirtækjasviði eru þrjár stoðdeildir sem sinna þjónustu við þá hópa sem hafa umsjón með viðskiptum við stærri fyrirtæki.


Viðskiptastýring

Öllum viðskiptavinum Fyrirtækjasviðs er úthlutaður viðskiptastjóri, en viðskiptastjórar bera ábyrgð á samskiptum við viðskiptavini og eru tengiliðir þeirra við bankann. Viðskiptastjórar skiptast í þrjá hópa; einn hópur hefur umsjón með viðskiptum við fyrirtæki í mannvirkjagerð og ferðaþjónustu, auk sveitarfélaga, annar hópur ber ábyrgð á viðskiptum við félög í iðnaði, verslun og þjónustu og þriðji hópurinn hefur umsjón með viðskiptum Landsbankans við aðila í sjávarútvegi og landbúnaði. Fyrirtækjalausnir eru fjórði hópurinn sem sér um úrvinnslu fyrirtækja í greiðsluvanda. Þá er Fyrirtækjamiðstöð svæðisskipt og er viðskiptastjórum úthlutað félögum eftir svæðum.

Viðskiptalausnir

Viðskiptalausnum er ætlað að vera stuðningur við daglegan rekstur sviðins. Deildin sinnir netbanka fyrirtækja og B2B þjónustu, greiningu markhópa, virðismati fyrirtækja, samræmingu á fræðslu og viðburðarstýringu og veitir stuðning við vöruþróun bankans.

Lögfræðiþjónusta

Lögfræðiþjónusta ber ábyrgð á frágangi og skjalagerð flóknari lánasamninga og tryggingaskjala ásamt samskiptum við viðskiptavini og lögmenn. Deildin veitir einnig lögfræðilega ráðgjöf eftir því sem við á og annast samskipti vegna lögfræðilegra mála.

Útlánamat

Útlánamat annast umsjón lánamála og skráningu ákvarðana Lánanefndar og Fyrirtækjasviðs. Þá sér útlánamat um gerð árlegra lánshæfisskýrslna um stærstu viðskiptavini bankans.


Skipurit Fyrirtækjasviðs