Markaðir

Skipulag og hlutverk Markaða

Markaðir annast þjónustu er snýr að fyrirtækjaráðgjöf, viðskiptavakt, eignastýringu, sölu og miðlun verðbréfa, gjaldeyris og afleiða.


Markaðsviðskipti

Markaðsviðskipti sinna miðlun verðbréfa, gjaldeyris og afleiða fyrir viðskiptavini Landsbankans. Undir það falla viðskipti með helstu gjaldmiðla og samninga þeim tengdum hvort sem það snertir gjaldmiðlaskipti, vexti eða annað. Hlutabréfa- og skuldabréfaviðskipti á innlendum og erlendum mörkuðum, hvort sem er beint, með framvirkum samningum eða valréttum auk frumútgáfu á hluta – og skuldabréfum.

Viðskiptavakt

Landsbankinn sinnir viðskiptavakt fyrir fjölda útgefenda skráðra verðbréfa og með íslensku krónuna á millibankamarkaði. Hlutverk viðskiptavaka er að stuðla að verðmyndun og seljanleika á markaði.

Eignastýring

Eignastýring býður lífeyrissjóðum, lögaðilum, einstaklingum og efnameiri viðskiptavinum Landsbankans upp á alhliða eignastýringar- og fjármálaþjónustu. Eignastýring Landsbankans hefur yfirumsjón með vörum Landsbankans sem tengjast lífeyrissparnaði og rekur Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf fyrir almenna viðskiptavini. Eignastýring sér um sölu á verðbréfa- og fjárfestingasjóðum Landsbréfa bæði til fagfjárfesta og almennra fjárfesta.

Fyrirtækjaráðgjöf

Fyrirtækjaráðgjöf veitir fyrirtækjum og fjárfestum sjálfstæða ráðgjöf varðandi kaup, sölu og samruna fyrirtækja og rekstrareininga. Ennfremur hefur Fyrirtækjaráðgjöfin umsjón með hlutafjárútboðum, skráningu hlutafjár í kauphöll og veitir ráðgjöf því tengt.

Viðskiptalausnir

Viðskiptalausnum Markaða er ætlað að vera stuðningur í daglegum rekstri eininga innan sviðsins. Leiða ýmis verkefni tengd uppsetningu kerfa og innleiðingu nýrra vara og nýs verklags, verkefni tengd löggjafanum sem snúa að einingum sviðsins sem og regluvörslu og innri endurskoðun. Meðal verkefna deildarinnar eru uppsetning og viðhald verkferla sviðsins, arðsemi eininga og sviðsins í heild svo eitthvað sé nefnt. Markmið deildarinnar er að auðvelda öðrum deildum sviðins að sinna sínum daglegu verkefnum.

Upplýsingar af mörkuðum

Á markaðasíðunni má sjá upplýsingar um viðskipti dagsins á íslenskum mörkuðum.

landsbankinn.is/markadir

Skipurit Markaða