Upplýsingatækni

Hlutverk og skipulag Upplýsingatækni

Upplýsingtækni er blandað svið þar sem allar deildir eiga það sameiginlegt að sinna rekstri og þróun á innviðum bankans. Á sviðinu eru eftirfarandi deildir: Ferlaþróun, Stefnumótun og verkefnastofa, Upplýsingatækni og Vefdeild.


Ferlaþróun

Ferlaþróun vinnur að umbótum á ferlum bankans. Megin markmið umbótavinnunnar er að auka ánægju viðskiptavina. Ferlaþróun sér auk þess um skjalastjórnun og prentþjónustu.

Stefnumótun og verkefnastofa

Verkefnastofa er miðstöð þekkingar sem veitir bankanum getu til að stjórna verkefnum á skilvirkan og faglegan hátt og stuðla með því að farsælli innleiðingu stefnunnar. Á Verkefnastofu starfa átta verkefnastjórar.

Upplýsingatækni

Upplýsingatækni sér um rekstur og þróun tölvukerfa en í auknum mæli er horft til innleiðingar á stöðluðum kerfum og fækkun upplýsingatæknikerfa sem mun leiða til einfaldari og hagkvæmari reksturs.

Vefdeild

Vefdeild markar og framkvæmir stefnu bankans á sviði veflausna og margmiðlunar- og félagsmiðla í samræmi við almenna stefnu hans hverju sinni og í náinni samvinnu við ábyrgðaraðila á sviði vöruþróunar og markaðsmála.


Skipurit Upplýsingatækni