Sparisjóður Norðurlands

Samruni Landsbankans og Sparisjóðs Norðurlands hefur verið samþykktur og verður sameinað fyrirtæki rekið undir merkjum Landsbankans.

Samruni Landsbankans og Sparisjóðs Norðurlands 

Útibú Sparisjóðs Norðurlands hafa að fullu verið sameinuð
Landsbankanum samkvæmt eftirfarandi:

  • Aðfaranótt laugardagsins 7. nóvember 2015: Bolungarvík, Suðureyri og Dalvík.
  • Aðfaranótt fimmtudagsins 12. nóvember 2015: Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópasker.
Ný númer útibúa
Dagsetning yfirfærslu Staður
Útibúsnúmer var
Útibúsnúmer verður
6. nóvember 2015 Bolungarvík
1176
0174
6. nóvember 2015 Suðureyri
1176
0174
6. nóvember 2015 Dalvík
1177
0177
11. nóvember 2015 Þórshöfn
1129
0179
11. nóvember 2015 Raufarhöfn
1129
0179
11. nóvember 2015 Kópasker
1129
0179

Netbanki einstaklinga

Aðgangur að netbanka Landsbankans var stofnaður fyrir viðskiptavini og allir reikningar voru aðgengilegir þar daginn eftir yfirfærsluna. Nýtt notendanafn og aðgangsorð urðu aðgengileg í heimabanka sparisjóðanna undir rafræn skjöl á sama tíma. Þeir viðskiptavinir sem ekki áttu skönnuð persónuskilríki hjá Sparisjóði Norðurlands þurfa að koma í næsta útibú Landsbankans og láta skanna inn fullgilt skilríki til að fá aðgang að netbanka Landsbankans.

Nánar

Netbanki fyrirtækja

Til að fá aðgang að netbanka fyrirtækja þurfa viðskiptavinir að sækja aðganginn sinn í næsta útibú og undirrita samning um netbankaaðgang, þetta er hægt að gera eftir að yfirfærsla hefur átt sér stað.

Framvísa þarf skilríkjum frá opinberum aðila svo að afhenda megi viðskiptavini aðganginn. Fyrra notandanafn og lykilorð virka einungis í heimabanka sparisjóðsins. Við vekjum athygli á að viðskiptavinir geta einungis sótt eigin aðgangsupplýsingar; óheimilt er að sækja þær fyrir annað starfsfólk fyrirtækisins.

Nánar

Greiðslukort

Ekki þarf að skipta út greiðslukortum, debet- og kreditkortum, og verður hægt að nota þau þar til kemur að næstu endurnýjun. Öryggisnúmer og PIN-númer kortanna breytast ekki.

Gjafakort sparisjóðsins munu virka áfram óbreytt og hægt verður að skoða stöðu þeirra á gjafakortssíðu Landsbankans.

Reikningsnúmer og höfuðbækur

Öll reikningsnúmer veltureikninga og innlánsreikninga haldast óbreytt en lánsnúmer útlána breytast. Höfuðbækur reikninga haldast einnig óbreyttar, að undanskilinni höfuðbók Gullárareiknings sem var 15 en verður 05 og bundinna Trompreikninga og Sp12 reikninga sem voru 05 en verða 15.

Breyting á kjörum

Eiginleikar, skilmálar, verð og kjör breytast til samræmis við vörur og þjónustu Landsbankans. Upplýsingar um vörur, vildarkerfi og kjör hjá Landsbankanum er að finna á vef Landsbankans. Í netbanka Landsbankans er hægt að stofna sparireikninga og kaupa í verðbréfasjóðum, auk þess sem hægt er að setja upp reglubundinn sparnað bæði á sparireikninga og í sjóði.

Erlendar greiðslur/ breyting á SWIFT og IBAN

Þótt reikningsnúmer haldist óbreytt, breytast IBAN-númerin að baki þeim, af því að bankinn er annar. Þá hefur Landsbankinn annan SWIFT-kóða en sparisjóðurinn. Því er brýnt fyrir viðskiptavini sem eru að fá erlendar færslur til sín að upplýsa viðskiptavini sína um nýtt IBAN-reikningsnúmer sem birt er í netbankanum, sem og nýjan SWIFT- kóða sem er NBIIISRE. Þeir viðskiptavinir sem þurfa upplýsingar um erlend bankasambönd Landsbankans er bent á SSI, Standard Settlement Information.Samruni samþykktur, útibú sameinuð

Samruni Landsbankans og Sparisjóðs Norðurlands var samþykktur af eftirlitsaðilum og tók formlega gildi 4. september 2015. Bankaráð Landsbankans samþykkti samrunann fyrir hönd bankans á fundi 4. september sl. en áður hafði fundur stofnfjárhafa Sparisjóðsins veitt samþykki sitt.

Sameinað fyrirtæki verður rekið undir nafni Landsbankans, starfsmenn sjóðsins verða þá orðnir starfsmenn Landsbankans, allar eignir og skuldbindingar sparisjóðsins renna inn í bankann og hann tekur við rekstri allra útibúa sjóðsins.

Stjórn sparisjóðsins leitaði til Landsbankans 9. júní 2015, til að kanna áhuga á samruna, vegna óvissu um framtíð sjóðsins. Samruni var háður samþykki bæði Fjármálaeftirlits og Samkeppniseftirlits sem nú liggur fyrir.

Útibú sameinast á Vestfjörðum - Landsbankinn með bankaafgreiðslu í þjónustumiðstöð á Bolungarvík

Í lok fimmtudagsins 24. september 2015, sameinuðust útibú Landsbankans í Bolungarvík og afgreiðslurnar á Þingeyri og á Suðureyri við útibú Landsbankans á Ísafirði.

Í kjölfar samrunans óskaði bæjarstjórn Bolungarvíkur eftir viðræðum við Landsbankann og fleiri aðila um þátttöku í þjónustumiðstöð í bænum. 

Niðurstaðan varð sú að opnuð verður þjónustumiðstöð í Ráðhúsi Bolungarvíkur sem mun hýsa afgreiðslu Landsbankans, póstafgreiðslu Íslandspósts og starfsemi á vegum sýslumannsins á Vestfjörðum. Þjónustumiðstöðin verður opnuð mánudaginn 2. nóvember 2015. Landsbankinn er nú þegar með gjaldkeraþjónustu í húsinu, Íslandspóstur er þar einnig með starfsemi og sýslumaður stefnir á að hefja þar starfsemi á mánudag

Hraðbanki í húsnæði bankans í Bolungarvík hefur nú verið færður í hraðbankanet Landsbankans.

Gjaldkeraþjónustan í Bolungarvík verður opin daglega frá kl. 12.00 til 15.00. Fyrst um sinn verður óbreyttur opnunartími en gert er ráð fyrir að opnunartíminn verði lengdur þegar starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar verður komin í endanlegt horf.

Hraðbönkum lokað í Hrísey og á Suðureyri

Eins og að ofan greinir verða viðskiptavinir útibúa fyrrum Sparisjóðs Norðurlands í Bolungarvík, Suðureyri og á Dalvík færðir í viðskiptakerfi Landsbankans á tímabilinu 6. til 11. nóvember 2015. Yfirfærslan hefur því miður í för með sér að hraðbankarnir á Suðureyri og í Hrísey verða ónothæfir um miðjan dag 5. nóvember 2015.

Báðir þessir hraðbankar eru gamlir og úreltir og uppfylla ekki kröfur sem gerðar eru til hraðbanka Landsbankans, hvorki varðandi öryggi né vélbúnað. Gögn frá sparisjóðnum sýna að notkun á þessum hraðbönkum var lítil. Rekstur á hraðbönkum er nokkuð kostnaðarsamur. Landsbankinn vinnur að því að lækka rekstrarkostnað sinn og því var ákveðið að kaupa ekki nýja hraðbanka til að setja í Hrísey og á Suðureyri.

Sparisjóður Norðurlands rak einnig hraðbanka í Bolungarvík, á Þórshöfn og á Dalvík og Landsbankinn mun áfram reka þá. Sparisjóðurinn hafði nýverið endurnýjað hraðbanka sína í Bolungarvík og á Þórshöfn og eru þeir sambærilegir þeim hraðbönkum sem Landsbankinn notar.

Nánar um sameininguna - tilkynning 23. september 2015

Landsbankinn í þjónustumiðstöð í Bolungarvík - tilkynning 28. október 2015

Teng efni

Fréttatilkynning um samruna Landsbankans og Sparisjóðs Norðurlands

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna samrunans

Vefur Sparisjóðs Norðurlands

Þjónustuver - sími 410 4000

Þjónustuver Landsbankans veitir allar nánari upplýsingar í síma: 410 4000 eða tölvupósti landsbankinn@landsbankinn.is.

Einnig er hægt að senda fyrirspurn með því að fylla út form hér á vefnum.

Afgreiðslustaðir Sparisjóðs Norðurlands

Netbankar Landsbankans

Netbanki Landsbankans og farsímabankinn l.is bjóða upp á fjölbreytta möguleika til að sinna bankaviðskiptum á einfaldan og þægilegan hátt.

Nánar um aðgang að netbönkum