Sparisjóður Vestmannaeyja

Upplýsingar vegna samruna Landsbankans og Sparisjóðs Vestmannaeyja

Viðskipti færð yfir í kerfi Landsbankans

Fimmtudaginn 14. maí 2015 var reikningum í Sparisjóðnum lokað en fjármunir á þeim færðir yfir á sambærilega reikninga í Landsbankanum. Viðskiptavinir sem áttu aðild að vildarkerfum Sparisjóðsins hafa fengið aðild að sambærilegum vildarkerfum Landsbankans.

Útibúanúmer breytast samkvæmt eftirfarandi:
Staður Útibúanúmer var Útibúanúmer verður Sími
Vestmannaeyjar 1167 0185 410 4185
Selfoss 1169 0189 410 4152
Höfn 1147 0169 410 4172
Djúpavogur 1147 0169 410 4172
Breiðdalsvík 1147 0169 410 4172

Spurt og svarað um samrunann

Netbankar

Netbanki Landsbankans og farsímabankinn l.is bjóða upp á fjölbreytta möguleika til að sinna bankaviðskiptum á einfaldan og þægilegan hátt. Eftir 14. maí 2015 verður eingöngu lesaðgangur að Heimabanka Sparisjóðsins opinn í þrjá mánuði.

Nánar um netbanka

Þjónustuver

Þjónustuver Landsbankans veitir allar nánari upplýsingar í síma: 410 4000 eða tölvupósti landsbankinn@landsbankinn.is.

Einnig er hægt að senda fyrirspurn með því að fylla út form hér á vefnum.


Samruni Landsbankans og Sparisjóðs Vestmannaeyja

29. mars 2015
  • Fjármálaeftirlitið (FME) hefur tekið ákvörðun um samruna Landsbankans og Sparisjóðs Vestmannaeyja.
  • Samruninn tók gildi sunnudaginn 29. mars kl. 15:00.
  • Frá og með þeim tíma urðu allir starfsmenn sparisjóðsins starfsmenn Landsbankans.
  • Landsbankinn hefur yfirtekið allar eignir og skuldbindingar sjóðsins, þ.m.t. útlán og innlán viðskiptavina.
  • Starfsemi útibúa Sparisjóðs Vestmannaeyja verður óbreytt fyrst um sinn og öll fimm útibú sjóðsins opna á hefðbundnum tíma mánudagsmorguninn 30. mars.
  • Netbankar eru aðgengilegir viðskiptavinum eins og verið hefur.
  • Landsbankinn er vel í stakk búinn til að taka við rekstri og skuldbindingum sparisjóðsins.
  • Landsbankinn býður viðskiptavini sparisjóðsins velkomna.

Lesa fréttatilkynningu í heild