Landsbankinn þinn

Landsbankinn þinn er heiti á stefnu Landsbankans. Bankinn hefur breyst mikið og mun breytast og eflast enn frekar í takt við stefnuna. Við skiptum ekki um nafn heldur hugarfar.

Við ætlum að vera Landsbankinn þinn

Í byrjun árs 2015 setti Landsbankinn sér nýja metnaðarfulla stefnu til ársins 2020. Stefnan miðar að þvi að viðskiptavinir finni að með Landsbankanum nái þeir árangri og að bankinn og viðskiptavinir hans njóti gagnkvæms ávinnings. Grundvallaratriði í stefnu bankans er að hann verði til fyrirmyndar og sé traustur samherji í fjármálum.

Stefna Landsbankans til 2020 er byggð á sama grunni og unnið var eftir á árunum 2010-2015. Í ársbyrjun 2015 var hert á áherslum og ný verkefni kynnt til sögunnar. Til að fylgja eftir innleiðingu stefnunnar til 2020 skilgreindi bankinn fimm lykilmarkmið og sjö verkstrauma sem eiga að tryggja innleiðingu hennar.

Lykilmarkmiðin fimm snúast um:

  • Ánægða viðskiptavini
  • Arðsemi bankans
  • Kostnaðarhagkvæmni
  • Áhættuvilja
  • Ánægt starfsfólk

Siðasáttmáli

Siðasáttmáli hefur verið skrifaður fyrir Landsbankann og starfsmenn hans. Siðasáttmálinn tók gildi 1. mars 2011 og allir starfsmenn hafa skrifað undir hann. Starfsmenn munu framvegis staðfesta siðasáttmálann árlega. Siðasáttmálinn myndar grunnviðmið fyrir góða viðskiptahætti. Sáttmálinn er hornsteinn í stefnu Landsbankans.

Lesa siðasáttmála Landsbankans

Láttu í þér heyra

Okkur er umhugað um að heyra í þér og hvetjum þig til að senda okkur ábendingar, fyrirspurn, kvartanir eða hrós.

Hafðu samband