Sérstakar starfsnefndir

Gott skipulag á störfum bankaráðs er forsenda þess að störf þess og rekstur Landsbankans gangi greiðlega fyrir sig. Stofnun sérstakra starfsnefnda bætir starfshætti bankaráðs og gerir störf þess markvissari.

Sérstakar starfsnefndir bankaráðs

Gott skipulag á störfum bankaráðs er forsenda þess að störf þess og rekstur Landsbankans gangi greiðlega fyrir sig. Stofnun sérstakra starfsnefnda bætir starfshætti bankaráðs og gerir störf þess markvissari.

Þeir bankaráðsmenn sem sinna störfum í slíkum sérhæfðum nefndum geta einbeitt sér betur að þeim verkefnum sem þeim eru falin heldur en þegar allt bankaráð er saman komið. Mikilvægt er að starfsnefndir geri bankaráði reglulega grein fyrir helstu niðurstöðum úr starfi sínu enda starfa sérstakar nefndir í umboði bankaráðs og skulu a.m.k. árlega veita því skýrslu um störf sín. Bankaráð Landsbankans ber ábyrgð á skipun og störfum starfsnefnda.

Bankaráð setur starfsnefndunum erindisbréf til að auðvelda þeim og öðrum að skilja hlutverk þeirra og ábyrgð. Þar skal gera ráð fyrir því að nýir nefndarmenn fái nauðsynlega leiðsögn og upplýsingar um störf og starfshætti viðkomandi nefndar. Undirnefndir skulu jafnframt stuðla að góðum samskiptum við stjórnendur bankans.

Starfsnefndir bankaráðs skulu tryggja að bankaráðsmenn fái reglulega nákvæmar upplýsingar um helstu störf nefndanna. Upplýsingar þessar þurfa að vera á því formi og af þeim gæðum sem bankaráð kýs. Upplýsingar og gögn eiga að vera aðgengileg bankaráðsmönnum tímanlega fyrir fundi bankaráðs, og á milli þeirra, og skulu allir bankaráðsmenn fá sömu upplýsingar. Upplýsingar skulu jafnframt vera til staðar þegar þörf krefur og vera eins uppfærðar og nákvæmar og unnt er. Æskilegt er að bankaráð Landsbankans leggi niður meginlínur upplýsingagjafar frá undirnefndum í starfsreglum bankans.