Áhættunefnd

Hlutverk

Áhættunefnd hefur eftirlit með fyrirkomulagi og virkni áhættustýringar. Nefndin hefur eftirlit með stýringu útlánaáhættu, markaðsáhættu, greiðsluhæfisáhættu, rekstraráhættu, orðsporsáhættu og annarri áhættu eftir því sem tilefni er til.

Starfsreglur áhættunefndar

Skipun nefndarmanna

Bankaráð skipar áhættunefnd og í henni sitja að minnsta kosti þrír nefndarmenn. Formaður bankaráðs skal ekki vera í nefndinni.