Endurskoðunarnefnd

Hlutverk

Endurskoðunarnefnd skal leitast við að tryggja gæði ársreikninga og annarra fjármálaupplýsinga Landsbankans og óhæði endurskoðenda hans. Nefndin hefur meðal annars það hlutverk að hafa eftirlit með vinnuferlum við gerð reikningsskila. Nefndin hefur jafnframt eftirlit með fyrirkomulagi og virkni innri endurskoðunar.

Ennfremur hefur nefndin eftirlit með endurskoðun ársreiknings og samstæðureiknings bankans og metur óhæði ytri endurskoðenda Landsbankans og hefur eftirlit með öðrum störfum ytri endurskoðanda og setur fram tillögur til bankaráðs um val á ytri endurskoðendum.

Starfsreglur endurskoðunarnefndar

Skipun nefndarmanna

Bankaráð skipar endurskoðunarnefnd og í henni sitja að minnsta kosti þrír nefndarmenn, þar af tveir úr hópi bankaráðsmanna. Formaður bankaráðs skal ekki vera í nefndinni. Einn nefndarmaður, að minnsta kosti, skal hafa staðgóða þekkingu og reynslu á sviði reikningsskila.

Formaður nefndarinnar getur boðað ytri endurskoðendur, stjórnendur Landsbankans og aðra sérfræðinga á fundi nefndarinnar.