Starfskjaranefnd

Hlutverk

Starfskjaranefnd setur bankanum starfskjarastefnu varðandi laun og starfskjör bankastjóra og bankaráðsmanna og ber undir bankaráð til samþykktar. Starfskjaranefnd annast auk þess það hlutverk bankaráðs að undirbúa og leggja fram tillögur að kjörum bankaráðs og semur við bankastjóra um laun og starfskjör.

Starfskjaranefnd fjallar jafnframt um þróun launasamninga og þróun launaútgjalda og starfsmannafjölda.

Starfsreglur starfskjaranefndar

Skipun nefndarmanna

Starfskjaranefnd er skipuð þremur bankaráðsmönnum.

Starfskjarastefna

Tillögu um starfskjarastefnu skal bankaráð leggja fram til samþykktar á aðalfundi Landsbankans.

Starfskjarastefna Landsbankans skal stuðla að því að hagsmunir stjórnenda séu raunverulega tengdir árangri bankans til lengri tíma litið. Bankaráð Landsbankans skal fylgjast með starfskjörum innan bankans og hafa jafnframt eftirlit með og yfirfara með hliðsjón af starfskjarastefnu bankans til að tryggja að starfskjör séu í samræmi við sett markmið.

Starfskjör skulu vera í samræmi við varfærna áhættustefnu og taka tillit til allra áhættuþátta.