Úrlausn mála

Hvernig er hægt að hafa samband við Landsbankann?

Landsbankinn hefur sett sér það markmið og vinnur stöðugt að því að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu og gott úrval fjárhagslegra lausna. Ánægja viðskiptavina bankans er besti mælikvarðinn á það hvernig til tekst. Að hlusta á skoðanir viðskiptavina er mjög mikilvægur liður í að veita góða þjónustu hvort sem það er kvörtun, hrós, ábending eða almenn fyrirspurn.

Hægt er að koma öllum erindum á framfæri við Landsbankann með því að senda skilaboð. Það þarf einfaldlega að skrá inn erindi, nafn, netfang og símanúmer og starfsfólk bankans hefur samband innan sólahrings. Leitast er við að svara erindum eins fljótt og hægt er. Taki lengri tíma en sólarhring að svara er viðskiptavinur reglulega upplýstur um stöðu máls. Fljótlegast er þó að beina erindi beint til starfsmanna útibús eða þeirrar deildar sem við á.

Til þess að stytta tíma við úrvinnslu mála er mikilvægt að eftirfarandi upplýsingar komi fram:

  • Greinargóð lýsing á málsatvikum.
  • Nöfn starfsmanna sem að málinu hafa komið, séu þær upplýsingar fyrir hendi.
  • Hvaða úrlausnar óskað er eftir.